fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Vissi ekki nafnið á framherja enska landsliðsins

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. september 2022 14:44

Ivan Toney / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska landsliðið vann það enska 1-0 í Þjóðadeildinni á föstudag sem þýðir að England er á leið í B-deild fyrir næstu keppni.

Leonardo Bonucci, goðsögn Ítala, tjáði sig um leikinn fyrir upphafsflautið og þá framherja sem hann þyrfti að eiga við í leiknum.

Bonucci nefndi að sjálfsögðu Harry Kane sem er helsta vopn Englands í sókninni en Ivan Toney hjá Brentford var einnig valinn.

Bonucci vissi ekki nafn Toney er hann ræddi við blaðamenn en hafði þó séð einhver myndbönd af þessum 26 ára gamla framherja fyrir leikinn.

Toney var að lokum ekki valinn í leikmannahóp Englands fyrir leikinn og fékk því ekkert að spila.

,,Kane, við höfum spilað marga leiki við hann, hann er á meðal bestu framherja heims,“ sagði Bonucci.

,,Og þessi nýi? Við sjáum til. Ég horfði á einhver myndbönd af honum síðustu daga og sé að hann er hæfileikaríkur.“

,,Í ensku deildinni eru þeir á undan öðrum því þeir eru nógu hugrakkir til að leyfa ungu leikmönnunum að spila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“