Ítalska landsliðið vann það enska 1-0 í Þjóðadeildinni á föstudag sem þýðir að England er á leið í B-deild fyrir næstu keppni.
Leonardo Bonucci, goðsögn Ítala, tjáði sig um leikinn fyrir upphafsflautið og þá framherja sem hann þyrfti að eiga við í leiknum.
Bonucci nefndi að sjálfsögðu Harry Kane sem er helsta vopn Englands í sókninni en Ivan Toney hjá Brentford var einnig valinn.
Bonucci vissi ekki nafn Toney er hann ræddi við blaðamenn en hafði þó séð einhver myndbönd af þessum 26 ára gamla framherja fyrir leikinn.
Toney var að lokum ekki valinn í leikmannahóp Englands fyrir leikinn og fékk því ekkert að spila.
,,Kane, við höfum spilað marga leiki við hann, hann er á meðal bestu framherja heims,“ sagði Bonucci.
,,Og þessi nýi? Við sjáum til. Ég horfði á einhver myndbönd af honum síðustu daga og sé að hann er hæfileikaríkur.“
,,Í ensku deildinni eru þeir á undan öðrum því þeir eru nógu hugrakkir til að leyfa ungu leikmönnunum að spila.“