Það eru Króatía og Holland sem leika í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar eftir leiki kvöldsins.
Króatía vann riðil eitt og var einu stigi á undan Dönum sem unnu góðan sigur á Frökkum í kvöld.
Danir unnu 2-0 sigur á heimavelli en ná ekki efsta sætinu eftir 3-1 sigur Króatíu á Austurríki.
Holland vann þá lið Belgíu 1-0 aþr sem Virgil van Dijk skoraði eina mark leiksins.
Holland er í efsta sæti riðilsins með 16 stig, sex stigum á undan Belgum.
Hér má sjá úrslit kvöldsins í A-deild.
Danmörk 2 – 0 Frakkland
1-0 Kasper Dolberg(’34 )
2-0 Andreas Olsen(’39 )
Austurríki 1 – 3 Króatía
0-1 Luka Modric(‘6 )
1-1 Christoph Baumgartner(‘9 )
1-2 Marko Livaja(’69 )
1-3 Dejan Lovren(’72 )
Holland 1 – 0 Belgía
1-0 Virgil van Dijk(’73 )
Wales 0 – 1 Pólland
0-1 Karol Swiderski(’58 )