Memphis Depay, leikmaður Barcelona, var mikið orðaður við önnur félög í sumar er sumarglugginn var opinn.
Barcelona var opið fyrir því að losa sig við Memphis sem er ekki aðalmaðurinn hjá Xavi, stjóra liðsins.
Það kom til greina um tíma fyrir hollenska landsliðsmanninn að leita annað en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt.
Hann er þó ekki ánægður með mínúturnar sem hann fær og telur sig geta gert meiri skaða á vellinum þegar liðið er á leikinn.
,,Ég hef byrjað tvo leiki á tveimur vikum í La Liga. Það er ekki nóg. Ég fór af velli eftir 60 mínútur og ég vil meira en það. Á síðustu 25 mínútum leiksins opnast fleiri svæði og það er alltaf hægt að nýta sér það,“ sagði Memphis.
,,Ég elska samkeppni og mun ekki flýja hana. Ég elska að vera hjá Barcelona. Önnur félög bönkuðu á dyrnar og ég skoðaði mína möguleika. Ég ákvað að lokum að vera áfram hjá Barcelona.“