fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Ronaldo ákærður fyrir atvikið í vor

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 14:14

Frá atvikinu,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Cristiano Ronaldo fyrir óæskilega háttsemi vegna atviks eftir leik Manchester United og Everton í vor, þar sem hann sló síma úr höndum einhverfs drengs.

Ronaldo var pirraður eftir 1-0 tap gegn Everton. Þegar leikmenn gengu af velli virtist Ronaldo slá einhverju frá sér. Það var síðar staðfest að það var sími hins 14 ára gamla Jacob.

Ronaldo baðst síðar afsökunar á atvikinu og sagðist geta boðið Jacob á leik á Old Trafford. Móðir drengsins hefur ekki samþykkt það hingað til og hefur áður sakað leikmanninn um stæla í samskiptum sínum við hana.

Hún segir að hann hafi verið virkilega hrokafullur. Sarah lýsir því þegar Ronaldo hringdi í hana. Hann hafi ekki iðrast og haldið því fram að hann hafi „sparkað í eða lamið neinn.“

Manchester United hefur gefið út yfirlýsingu, þar sem félagið staðfestir að það munu styðja við bakið á Ronaldo er hann bregst við ákærunni.

Lögreglan rannsakaði málið í vor en þá slapp Ronaldo með aðvörun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið
433Sport
Í gær

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar