David Silva fyrrum leikmaður Manchester City hefur verið sektaður eftir að hafa játað að hafa lagt hendur á konu í sumar.
Atvikið átti sér stað á tónlistarhátíð á Kanaríeyjunum á Spáni í sumar. Silva er í dag leikmaður Real Sociedad.
Silva var sektaður um þúsund evrur fyrir að hafa lagt hendur á konuna en bróðir hans var einnig með í för þegar atvikið átti sér stað.
Atvikið fór aldrei fyrir dómstóla þar sem allir aðilar málsins játuðu aðild og sátt náðist í kringum það.
Nokkuð var um læti á hátíðinni en annar aðili var sektaður fyrir að berja annan mann með grjóti og hóta að stinga annan.