fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Róbert stefnir að því að vera áfram í Kanada – „Fæ vonandi fleiri mínútur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 12:00

Róbert t.v Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Montreal og íslenska U-21 árs landsliðsins, býst við jöfnum umspilsleik gegn Tékkum á föstudag. Liðið sem sigrar í tveggja leikja einvígi fer í lokakeppni EM á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram hér heima á föstudag en seinni leikurinn ytra fjórum dögum síðar.

„Þetta verður 50/50 leikur. Við erum búnir að gera hrikalega vel hingað til og ætlum að halda því áfram og komast í lokakeppnina,“ segir Róbert við 433.is í aðdraganda leiksins.

Róbert er leikmaður Montreal í MLS-deildinni vestanhafs. Hann kom þangað frá Breiðabliki í fyrra en hefur ekki verið í stóru hlutverki.

„Maður fær kannski ekki að spila eins og maður hefði viljað en á næsta tímabili fæ ég vonandi fleiri mínútur.“

Hann segir gæðin í MLS-deildinni mikil.

„Ég get bara borið það saman við íslenskt stig en það er mjög gott. Maður sér marga marga stóra leikmenn frá topp fimm deildunum fara í MLS-deildina fyrir þrítugt. Það sýnir að gæðin eru mikil. Svo eru fínar tekjur þarna líka.“

Róbert er með samning í Kanada út næsta ár og stefnir á að vera hjá Montreal út næstu leiktíð hið minnsta.

„Eins og er er ég með einbeitinguna þar. Ég stefni á að vera áfram á næsta tímabili og halda áfram að gera vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“
433Sport
Í gær

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer
433Sport
Í gær

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga