fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo vill ólmur komast til Þýskalands en það er eitt vandamál

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. ágúst 2022 08:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo vill ólmur ganga í raðir Borussia Dortmund frá Manchester United. Þýska blaðið BILD segir frá þessu.

Talið er að hinn 37 ára gamli Ronaldo sjái félagaskipti til Dortmund sem tækifæri til að leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, eitthvað sem United getur ekki boðið honum eftir að hafa hafnað í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Laun Ronaldo gætu hins vegar reynst vandamál fyrir Dortmund, sem er ekki vant því að greiða leikmönnum himinnhá laun.

Ronaldo hefur reynt að komast í burtu frá United í allt sumar, þar sem hann vill leika í Meistaradeildinni. Hann hefur verið orðaður við hvert stórliðið á fætur öðru. Fáir virðast þó til í að taka sénsinn á honum.

Á dögunum sagði Ronaldo frá því að um mánaðarmót myndu allir fá að heyra sannleikann um sumar hans, sem hann segir uppfullt af lygasögum um sjálfan sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?