fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Brentford valtaði yfir Manchester United

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brentford 4 – 0 Man Utd
1-0 Joshua da Silva(’10)
2-0 Mathias Jensen(’18)
3-0 Ben Mee(’30)
4-0 Bryan Mbuemo(’35)

Manchester United varð sér til skammar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Brentford.

Man Utd hóf tímabilið á tapi heima gegn Brighton á Old Trafford og þurfti að svara fyrir sig í dag.

Það varð svo sannarlega ekki raunin en Brentford fór illa með Erik ten Hag og hans lærisveina.

Eftir 18 mínútur var staðan orðin 2-0 fyrir Brentford en þeir Joshua da Silva og Mathias Jensen gerðu mörkin.

Ben Mee og Bryam Mbuemo bættu svo við öðrum tveimur mörkum í fyrri hálfleik til að koma heimamönnum í 4-0.

Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik og fagnar Brentford ótrúlegum 4-0 sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk