Paulo Dybala hefur útskýrt af hverju hann yfirgaf Juventus í sumar en það var ekki hann sem ákvað að fara annað.
Dybala var tjáð að hann ætti enga framtíð fyrir sér í Túrin og fékk ekki nýtt samningstilboð frá félaginu.
Argentínumaðurinn var búinn að samþykkja nýjan samning í október en Juventus tók U-beygju og ákvað að hætta við.
Dybala skrifaði þess vegna undir hjá Roma í sumar og kom til félagsins á frjálsri sölu.
,,Þetta snerist ekki um fjárhagsmál Juventus. Við vorum búnir að ná samkomulagi í október en félagið bað okkur svo um að bíða,“ sagði Dybala.
,,Eftir það þá var mér tjáð að ég væri ekki hluti af þeirra framtíðarplönum. Félagið tók aðra ákvörðun í sameiningu með þjálfaranum.“