fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Ætluðu að ræna hús stjörnunnar en þetta kom þeim á óvart þegar á hólminn var komið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 14:00

Georgia Stanway / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæpagengi gerði tilraun til að ræna heimili Georgia Stanway og fjölskyldu hennar á meðan enska landsliðið spilaði við það sænska í undanúrslitum Evrópumótsins á þriðjudag.

Stanway lék með enska landsliðinu, sem vann 4-0 sigur á Svíþjóð og mætir Þýskalandi í úrslitaleik mótsins á sunnudag.

Glæpamennirnir héldu að húsið yrði mannlaust þar sem allir fjölskyldumeðlimir hlytu að vera á vellinum að styðja við bakið á Stanway og landsliðinu. Svo var hins vegar ekki og neyddust þeir til að snúa við, tómhentir.

„Þetta var súrsætur dagur. Á meðan við undirbjuggum okkur fyrir leikinn urðum við ansi leið að heyra að reynt hafi verið að ræna hús okkar af þjófum sem héldu að enginn yrði heima. Sem betur fer var einn fjölskyldumeðlimur heima sem gat ekki ferðast í leikinn,“ sagði faðir Stanway, Paul, um atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Firmino fer til Katar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: FH niðurlægði KA

Besta deildin: FH niðurlægði KA
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Konate opinn fyrir því að fara í sumar

Konate opinn fyrir því að fara í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal