fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Óli Jó: Ef eitthvað er vorum við jafnvel heppnari en þeir

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 21:25

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik Vals og KR sem fór fram á Meistaravöllum.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og er þetta fyrsti leikur Ólafs með Val eftir að hann tók við af Heimi Guðjónssyni.

Ólafur segir að heppnin hafi jafnvel verið með Valsmönnum í kvöld og viðurkennir að það sé ýmislegt sem þarf að laga á næstu vikum.

,,Þetta var bara hörku Reykjavíkurslagur á milli tveggja góðra liða en ef eitthvað er þá vorum við jafnvel heppnari en þeir,“ sagði Ólafur við Stöð 2 Sport.

,,Það er alltaf gott að skora mark alveg sama tímasetning er á því en það var fínt að fara inn með jafnt í hálfleik.“

,,Við töluðum um það í hálfleik að vera vakandi í seinni hálfleik en svona er þetta í fótbolta.“

,,Við þurfum að verja markið okkar betur, það er helvíti hart að gera þrjú mörk og það dugar ekki.“

,,Við þurfum bara að hugsa um næsta leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka
433Sport
Í gær

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hættur í fótbolta 27 ára og tekur algjöra U-beygju í lífinu

Hættur í fótbolta 27 ára og tekur algjöra U-beygju í lífinu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti tekið þátt um helgina

Gæti tekið þátt um helgina