Chelsea er duglegt á félagaskiptamarkaðnum um þessar mundir.
Félagið gekk í gær á kaupum á Raheem Sterling frá Manchester City á 47,5 milljónir punda.
Þá er Chelsea við það að klófesta Kalidou Koulibaly, miðvörð Napoli, fyrir um 34 milljónir punda.
Chelsea missti miðverðina Andreas Christensen og Antonio Rudiger til Barcelona og Real Madrid fyrr í sumar og ætlar því ekki að láta staðar numið eftir að hafa krækt í Koulibaly. Félagið vill annan miðvörð.
Talið er að Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hafi mikinn áhuga á Presnel Kimpembe hjá Paris Saint-Germain í þeim efnum.
Enska blaðið Mirror tók saman líklegt byrjunarlið á næstu leiktíð með ofangreinda leikmenn í huga. Það má sjá hér að neðan.
Chelsea hafnaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa barist við toppinn fyrri hluta mótsins.