fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

„Við áttum bullandi séns í dag og þurfum að læra af þessu mörkum sem við fáum á okkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 22:43

Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík er úr leik í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir tap gegn Malmö í fyrstu umferð undankeppninnar. Malmö vinnur einvígið samtals 6-5 eftir 3-3 jafntefli í kvöld.

„Við getum verið gríðarlega stoltir og gengið, kannski ekki sáttir frá borði, en við gáfum leik leik og þeir refsuðu okkur. Við þurufm bara að fara yfir þessa leiki og læra af þessu,“ segir Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, eftir leik.

Víkingur var manni færri meirihluta leiksins úti í Malmö og kom sér aftur inn í einvígið eftir að hafa lent 1-3 undir í kvöld. Karl segir mikinn karakter í liðinu. „Við sýndum það líka þegar við lentum undir úti. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði og allir tilbúnir til þess að deyja fyrir liðið.“

Það var Kristall Máni Ingason sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum. Hugsa leikmenn út í það sem hefði getað orðið með fullmannað lið úti í Malmö? „Það er alltaf ef og hefði. En það hefði verið gaman að spila ellefu á ellefu allan leikinn úti. En við áttum bullandi séns í dag og þurfum að læra af þessu mörkum sem við fáum á okkur,“ segir Karl Friðleifur.

Sjálfur skoraði hann tvö mörk í kvöld. „Það er mjög gaman en gríðarlegt svekkelsi að skora og fara ekki áfram. Það er svolítið að pirra mig.“

Víkingur mætir Linfield frá Norður-Írlandi eða New Saints frá Wales í annari umferð Sambandsdeildarinnar, nú þegar liðið er úr leik í Meistaradeildinni. „Við fínpússum þessa hluti sem við þurfum að laga og þá held ég að við eigum góðan séns,“ segir Karl Friðleifur um það verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð
433Sport
Í gær

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér
433Sport
Í gær

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið