Marco Asensio gæti farið frá Real Madrid í sumar. Samningur hans rennur út eftir ár og er Real Madrid því tilbúið að skoða það að selja hann til að fá einhvern pening í kassann fyrir Spánverjann.
Spænskir miðlar orða Asensio nú við þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni, Arsenal, Liverpool og Newcastle.
Talið er að Asensio gæti farið á um 25 milljónir evra, vegna stöðunnar á samningi hans.
Hinn 26 ára gamli Asensio hefur verið á mála hjá Real Madrid síðan 2014.
Með félaginu hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu þrisvar sinnum og La Liga jafn oft, svo eitthvað sé nefnt.