Samkvæmt vefsíðunni 90 min hefur Manchester United lagt fram nýtt og betra tilboð í varnarmanninn Lisandro Martinez hjá Ajax.
Martinez hefur verið sterklega orðaður við bæði Man Utd og Arsenal.
Nýtt tilboð Man Utd er sagt hljóða upp á 42 milljónir punda. Forráðamenn félagsins eru bjartsýnir á að Ajax muni samþykkja þetta tilboð.
TalkSport sagði frá því í gær að Lisandro Martinez hafi farið formlega fram á sölu til Ajax og hann vilji komast í ensku úrvalsdeildina.
Martinez á að baki 74 deildarleiki fyrir Ajax en hann gekk í raðir liðsins árið 2019.
Hann er að upplagi miðvörður en getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar, auk þess að geta fært sig upp á miðju.
Þá á Martinez að baki sjö landsleiki fyrir Argentínu.