Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Sogndal í kvöld sem spilaði við Mjondalen í næst efstu deild Noregs.
Sogndal vann mikilvægan 1-0 heimasigur og var markið skorað er allir Íslendingarnir voru enn inná vellinum.
Hörður Ingi Gunnarsson, Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson léku fyrir Sogndal í leiknum.
Valdimar spilaði allan leikinn en Hörður var tekinn af velli á 75. mínútu og Jónatan á þeirri 90.
Sveinn Aron Guðjohnsen lagði þá upp mark fyrir Elfsboerg sem vann 4-1 heimasigur á Varberg í Svíþjóð.
Sveinn Aron kom inná sem varamaður á 59. mínútu og lagði upp fjórða mark liðsins í uppbótartíma.
Lærisveinar Milos Milojevic í Malmö unnu einnig sinn leik 2-1 gegn Helsingborg og eru í fimmta sæti deildarinnar.