fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Jón Daði stressaður fyrir símtalið frá Arnari: ,,Ég sé ekki eftir ákvörðuninni“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. júní 2022 09:00

Jón Daði í viðtali við Víðir Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson hefur tjáð sig um þá ákvörðun að neita að mæta með íslenska landsliðinu í síðasta verkefni þar sem leikið var í Þjóðadeildinni.

Jón Daði ræddi við Bolton News um þessa ákvörðun en hann spilar með Bolton í dag eftir að hafa komið þangað frá Millwall á síðasta tímabili.

Ísland hefði getað notað reynslumikinn Jón Daða í þessu verkefni en við gerðum þrjú jafntefli, tvö við Ísrael og eitt við Albaníu.

Jón Daði segir að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, hafi tekið vel í ákvörðunina og sýndi henni fullan skilning.

,,Ég var mjög stressaður fyrir símtalið. Ég vildi ekki bregðast liðinu eða leikmönnunum. Ég veit að ég er mikilvægur og reynslumikill leikmaður og ákvörðunin var ekki auðveld. Þjálfarinn brást mjög vel við og ég virði það mikið,“ sagði Jón Daði.

,,Hann sagðist ætla að heyra í mér aftur í september. Það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið og það er það sem þig dreymir um sem krakki. Ég ákvað að ég þyrfti smá frí, andlega.“

,,Tímabilið hefur verið algjör rússíbani og mikið hefur átt sér stað. Það er stórt tímabil framundan svo ég sé ekki eftir ákvörðuninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“