fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Son einn og hræddur á Englandi – ,,Fyrstu kynnin voru ekki góð“

433
Sunnudaginn 19. júní 2022 09:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Son Heung-Min, leikmaður Tottenham, hefur greint frá því að hann hafi fyrst reynt fyrir sér á Englandi fyrir 13 árum síðan og fór á reynslu hjá tveimur liðum.

Son er einn besti sóknarmaður ensku deildarinnar í dag og hefur staðið sig gríðarlega vel í London eftir að hafa komið frá Leverkusen árið 2015.

Sex árum fyrir það voru tvö ensk lið áhugasöm en bæði Portsmouth og Blackburn vildu sjá hæfileika leikmannsins.

Það gekk hins vegar erfiðlega fyrir Son á Englandi sem var fljótt farinn aftur til Þýskalands þar sem hann samdi árið 2008.

Son spilaði með Hamburg í Þýskalandi frá 2008 til 2013 og fór síðar til Leverkusen og svo Tottenham.

,,Ég átti enga vini þarna, enga fjölskyldu og ég gat ekki talað tungumálið,“ sagði Son í samtali við Mail.

,,Ég kunni ekki eitt einasta orð. Ég var alveg einn og var hræddur, þið skiljið. Þetta var virkilega erfitt.“

,,Ég fór á reynslu hjá Portsmouth og Blackburn líka. Ég var búsettur í gestahúsi en ég var krakki og vissi ekki neitt. Það eru fyrstu kynni mín af Englandi, og þau voru ekki góð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar