fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Var einn sá besti en gæti nú leitað í tölvuleikina

433
Laugardaginn 18. júní 2022 13:00

Özil fjölskyldan á leið til Tyrklands í janúar í fyrra. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil, fyrrum stórstjarna Arsenal og Real Madrid, hefur ekki gert það frábært á vellinum undanfarin ár en hann spilar í dag fyrir Fenerbahce í Tyrklandi.

Þar hefur gengið upp og niður hjá Özil sem var á sínum tíma talinn sem einn allra besti miðjumaður heims. Özil er í dag 33 ára gamall.

Umboðsmaður hans, Dr. Erkut Sogut, telur að rafíþróttir séu næstar á dagskrá hjá Özil sem spilar skotleikinn Fortnite mjög mikið.

Özil er talinn vera góður í tölvuleikjum að sögn Sogut og gæti það reynst næsta skref leikmannsins á hans ferli.

,,Hann mun koma sér meira inn í rafíþróttir og kannski verður hann einn af þeim íþróttamönnum,“ sagði Sogut.

,,Hann er virkilega góður ef ég á að vera hreinskilinn og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi keppa einn daginn.“

,,Hann á sitt eigið lið, M10 og er með leikmenn. Hann er með tölvuleikjahús í Þýskalandi þar sem spilað er bæði FIFA og Fortnite.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot