fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Látinn fara frá Man Utd en með risatilboð á borðinu

433
Laugardaginn 18. júní 2022 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juan Mata er í raun goðsögn í enska boltanum en hann hefur gert frábæra hluti með bæði Chelsea og Manchester United.

Mata kom fyrst til Englands fyrir 11 árum síðan og var lengi besti leikmaður Chelsea áður en hann hélt til Manchester.

Þessi 34 ára gamli Spánverji er nú án félags en Man Utd ákvað að sleppa því að framlengja hans samning í sumar.

Samkvæmt enskum miðlum er Mata með risatilboð frá Sádí Arabíu um að skrifa undir hjá Al-Hilal þar í landi.

Það er nóg til af peningum hjá Al-Hilal sem hafa boðið Mata 8,5 milljónir punda til að spila fyrir liðið í eitt tímabil.

Það er ansi freistandi tilboð fyrir leikmann á lokametrunum en Odion Ighalo, fyrrum leikmaður Man Utd, er á mála hjá félaginu.

Mata ku vera með þónokkur tilboð á borðinu og mun væntanlega taka ákvörðun um framtíðina á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“