fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Arnar hrósaði Blikum – „Ótrúlega mikilvægt“

433
Föstudaginn 17. júní 2022 18:30

Arnar gerði frábæra hluti í Víkinni. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur segir afar mikilvægt að íslensku félagsliðin standi sig vel í Evrópukeppnum í ár.

Ísland missti eitt sæti í Evrópu frá og með síðustu leiktíð. Þá þurfa Íslandsmeistarar Víkings að fara í forkeppni um laust sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, í stað þess að komast beint í fyrstu umferð undankeppninnar eins og íslensk lið hafa gert undanfarin ár.

Þetta er vegna slæms gengis íslenskra liða í Evrópu undanfarin ár.

Til að endurheimta Evrópusætið og sæti í undankeppninni er mikilvægt að íslensk félagslið standi sig vel í Evrópu í ár.

„Blikarnir gerðu þetta hrikalega vel í fyrra og þeir þurfa að halda því áfram í ár,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. Blikar komust í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra.

„KR og við líka, við þurfum að gera okkar allra besta til að endurheimta þetta sæti því það er svo ótrúlega mikilvægt fyrir íslenskan fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið