fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Gefur í skyn að Tottenham sé næsti áfangastaðurinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. júní 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richarlison, sóknarmaður Everton, hefur gefið í skyn að næsti áfangastaður hans verði Tottenham.

Brasilíumaðurinn hefur verið á mála hjá Everton frá því 2018 og er hann með samning við félagið í tvö ár til viðbótar.

Hann er þó orðaður við brottför þessa dagana. Tottenham er nefnt til sögunnar og mynd sem hann birti Instagram ýtir undir þann orðróm. Þar er Richarlison í búningi NBA-liðsins San Antonio Spurs. Eins og flestir vita er lið Tottenham einnig kallað „Spurs.“

Everton átti afleitt tímabil og var í fallbaráttu allt þar til í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Richarlison skoraði tíu mörk í 30 leikjum á nýafstaðinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Í gær

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik
433Sport
Í gær

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það