fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Arnór um jafnteflið – Leikir sem gullkynslóðin kláraði

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 13. júní 2022 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson var einn af ljósu punktunum í leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Ísrael í kvöld. Hann var að vonum svekktur með 2-2 jafntefli úr því sem komið var og segir liðið þurfa að læra klára svona leiki.

Mjög svekkjandi úr því sem komið var. Við eigum að klára svona leiki og hvað þá á heimavelli. Það kemur upp svipuð tilfinning í þessum leik og í leiknum gegn Albaníu þar sem mér fannst við eiga að klára leikinn. Við eigum ekki að fá á okkur svona soft mörk.

video
play-sharp-fill

Arnór hefur fengið mikið traust í landsliðsverkefninu og hefur stigið upp.

Það er geggjað að vera farinn að spila almennilega fótbolta og fá þessa leiki. Ég verð alltaf stoltur þegar að ég fæ tækifærið á að spila fyrir Ísland og ég get tekið helling af jákvæðum punktum fyrir mig persónulega úr þessum glugga.

Það er líka helling af hlutum sem við þurfum að laga og þá kannski helst að klára svona leiki. Ef við horfum til gullkynslóðarinnar þá eru þetta leikir sem þeir kláruðu. Við þurfum að horfa á það hvernig við sem lið getum klárað þessa leiki.

Arnór var á láni hjá ítalska liðinu Venezia á nýafstöðnu tímabili og tækifærin þar voru af skornum skammti. Hann snýr nú aftur til CSKA Moskvu og hafði þetta að segja um framtíð sína:

Hún verður bara að koma í ljós. Ég á náttúrulega tvö ár eftir af samningi mínum í Rússlandi. Nú tekur við frí og svo tek ég stöðuna, sé hvað gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða
433Sport
Í gær

Fullyrt að Heimir taki við Fylki á morgun – Kjartan Henry líka á förum?

Fullyrt að Heimir taki við Fylki á morgun – Kjartan Henry líka á förum?
433Sport
Í gær

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
Hide picture