Darwin Nunez sóknarmaður Benfica vill ganga í raðir Liverpool og Liverpool hefur áhuga á að kaupa hann. Paul Joyce segir frá.
Joyce er sá áreiðanlegasti þegar kemur að Liverpool og segir að allt snúist um þann verðmiða sem Benfica fer fram á.
Samkvæmt fréttum í Portúgal hefur Liverpool nú þegar boðið 85 milljónir punda í þennan frábæra sóknarmann.
Nunez er 22 ára gamall sóknarmaður frá Úrúgvæ en hann hefur raðað inn mörkum í Portúgal.
Jurgen Klopp er að stokka upp í sóknarleik sínum en Sadio Mane er á förum og fer líklega til FC Bayern. Nunez yrði dýrasti leikmaður í sögu Liverpool ef rétt reynist.
Darwin Nunez keen on Liverpool and Liverpool interest is clear. Will come down to price https://t.co/y3IqfdeF4p
— paul joyce (@_pauljoyce) June 8, 2022