fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Boltinn hjá Liverpool sem þarf að taka ákvörðun á næstu mánuðum – Barcelona flækir málin

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. júní 2022 11:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Mohamed Salah hjá Liverpool. Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.

Salah hefur þegar sagt frá því að hann muni vera áfram hjá Liverpool á næstu leiktíð. Það eru góð tíðindi fyrir stuðningsmenn félagsins en Sadio Mane, önnur stjarna liðsins, er á förum til Bayern Munchen.

Það þýðir þó að Salah gæti farið frítt næsta sumar.

Samningsstaðan á milli Egyptans og Liverpool er flókin. Ljóst er að enska félagið þarf að bjóða Salah stóran samning á næstu mánuðum til að halda honum hjá félaginu.

Þá segir Mirror frá því að Barcelona hafi þegar boðið Salah að koma til félagsins næsta sumar. Gæti það flækt stöðu Liverpool enn frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga