fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Tevez leggur skóna á hilluna

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 4. júní 2022 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlos Tevez hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan knattspyrnuferil.

Argentínumaðurinn er 38 ára gamall. Hann lék með Manchester United á Englandi og vann fjölda titla með félaginu áður en hann flutti sig yfir til nágannanna í Manchester City þar sem hann varð deildar- og bikarmeistari.

Hann lék einnig með West Ham, Juventus, Corinthians, Boca Juniors og kínverska liðinu Shanghai Shenhua og á að baki 76 landsleiki fyrir A-landslið Argentínu. Tevez segist hafa fengið fjölda tilboða frá Bandaríkjunum en ákveðið að binda enda á ferilinn vegna fráfalls föður síns.

Ég er hættur, það er staðfest. Mér stóð margt til boða, meðal annars í Bandaríkjunum. En það er komið nóg. Ég lagði lagt allt í þetta,“ segir Tevez á vefsíðu Mundoal Biceleste.

Það var mjög erfitt að spila síðasta árið en mér tókst að hitta föður minn. Ég hætti að spila vegna þess að ég missi minn dyggasta stuðningsmann,“ bætti Tevez við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Amorim virðist óttast það versta varðandi Sesko

Amorim virðist óttast það versta varðandi Sesko
433Sport
Í gær

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“