Það er ekkert leyndarmál að Robert Lewandowski, framherji Bayern Munchen, vill komast frá félaginu í sumar.
Hinn 33 ára gamli Lewandowski hefur verið hjá Bayern í hátt í áratug og vill nýja áskorun. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.
Lewandowski hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og er talið að Nývangur sé eini áfangastaðurinn sem kemur til greina.
Nú virðist sem svo að hann gæti fengið ósk sína uppfyllta þar sem viðræður eru farnar af stað á milli Bayern og Barcelona.
Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en þokast í rétta átt fyrir Lewandowski og hans fólk.
Talks have started between Barcelona and Bayern for Robert Lewandowski. There's an opening proposal on the table, as @wlodar85 reported – but Bayern want more and would also need a replacement, still early stages. 🔴🇵🇱 #FCB
Lewandowski plan has not changed: he wants Barça move. pic.twitter.com/csfO4jENE0
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 22, 2022