Freiburg og Leipzig mættust í bikarúrslitum í Þýskalandi í dag.
Maximilian Eggestein kom Freiburg yfir á 19. mínútu en Christopher Nkunku jafnaði fyrir Leipzig á 76. mínútu. Marcel Halstenberg í liði Leipzig hafði fengið rautt spjald 20 mínútum fyrr.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og því var farið í framlengingu.
Ekkert var skorað í framlengingunni og því var farið í vítaspyrnukeppni og þar hafði Leipzig betur og er því bikarmeistari.