Everton vann magnaðan 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn þýðir að Everton leikur í efstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa verið í bullandi fallbaráttu meirihluta tímabils.
Sjö mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og Palace menn reyndu hvað þeir gátu að jafna. Allt kom þó fyrir ekki og stuðningsmenn Everton létu ekki á sér standa í leikslok og réðust inn á völlinn á nýjan leik.
Nokkrir af þeim fóru að bögga Patrick Vieira stjóra Crystal Palace sem brjálaðist og sparkaði af öllu afli í einn stuðningsmann Everton.
Patrick Vieira has been filmed in an altercation with an Everton fan on the pitch at Goodison Park during tonight’s pitch invasion. pic.twitter.com/MOliWvsSHJ
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2022
Margir koma Vieira til varnar og þar á meðal er Piers Morgan en fram hefur komið að maðurinn sem Vieira réðst á hafa talað mjög dónalega við hann.
Piers Morgan skrifaði
Fífilið átti þetta skilið, af hverju eiga leikmenn og þjálfarar að sitja undir svona ógeðslegri orðræðu?
Þessi litli vesalingar sagði vafalítið eitthvað mjög dónalegt við Vieira og fékk nákvæmlega það sem hann átti skilið.
Hvar í andskotanum var lögreglan og gæslan?
Þú vilt hafa Vieira í þínu horni í slagsmálum.