Everton vann í kvöld dramatískan endurkomusigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni og tryggði sér þar með sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Leikið var á Goodison Park.
Gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik eftir mörk frá Jean-Philippe Mateta og Jordan Aywe. Aywe fékk að líta gula spjaldið skömmu áður en hann skoraði síðara mörk Palace manna en Everton vildu fá rautt á Gana manninn.
Michael Keane minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Richarlison jafnaði metin á 75. mínútu.
Það var mikill hraði í leiknum og sótt á báða bága en Dominic Calvert-Lewin tryggði Everton sigurinn með skalla úr aukaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Stuðningsmenn Everton hlupu inn á völlinn í kjölfarið og þurfti að reka þá aftur í stúku til að halda leik áfram.
Everton 3 – 2 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta (’21)
0-2 Jordan Aywe (’36)
1-2 Michael Keane (’54)
2-2 Richarlison (’75)
3-2 Dominic Calvert-Lewin (’85)