Það var hugsanlega það sem gerðist í Buenos Aires um síðustu helgi. Þá tókst Gabriel Aranda, stuðningsmanni Racing Club, að taka höfuðkúpu afa síns með inn á völlinn þegar liðið mætti Boca Juniors.
Argentínski blaðamaðurinn Roy Nemer skýrði frá þessu á Twitter og birti mynd af Aranda með höfuðkúpuna.
Marva segir að sérstök ástæða sé fyrir að Aranda gerði þetta. Hún er að Racing Club vann meistaratitilinn 2019. Þá gróf Aranda höfuðkúpu afa síns upp til að hann gæti tekið þátt í fagnaðinum vegna meistaratitilsins. Afinn var mikill stuðningsmaður Racing Club í lifanda lífi og hefði „verið stoltur af þessu augnabliki“ að mati Aranda.
Í kjölfarið virðist það vera orðin hefð hjá Aranda að taka höfuðkúpuna með sér á völlinn. Afinn hefði þó væntanlega ekki verið sáttur við úrslitin um helgina en Boca Juniors unnu og komast í úrslitaleikinn um argentínska meistaratitilinn en Racing Club situr eftir með sárt ennið.