Pep Guardiola stjóri Manchester City vill láta til skara skríða og styrkja hóp sinn snemma í sumar. Í dag er greint frá því að Guardiola vilji kaupa Marc Cucurella bakvörð Brighton.
Spænski bakvörðurinn gekk í raðir Brighton fyrir ári síðan og hefur spilað 34 leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Enginn bakvörður hefur unnið boltann oftar í deildinni en Cucurella sem hefur náð boltanum 241 sinni af andstæðingum sínum.
City hefur nú þegar keypt Erling Haaland frá Dortmund en Cucurella er sagður kosta í kringum 30 milljónir punda.
Guardiola vill styrkja vinstri bakvarðarstöðuna fyrir næstu leiktíð og gæti Cucurella hentað í það hlutverk.