Arnór Ingvi Traustason er með rúmlega 438 þúsund dollara í árslaun sem leikmaður New England Revolution í MLS deildinni.
Launalisti deildarinnar var gerður opinber í gærkvöldi en slíkur listi er gefinn út árlega.
Arnór Ingvi, sem er þaulreyndur landsliðsmaður, er því með 58 milljónir króna í árslaun eða 4,8 milljónir á mánuði.
Róbert Orri Þorkelsson sem seldur var til Montreal á síðasta ári frá Breiðablik er með 23 milljónir í laun á á ári.
Þorleifur Úlfarsson er svo með um 10 milljónir króna en hann var valinn í nýliðavali MLS deildarinnar af Houston Dynamo.