Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings Reykjavíkur, fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Breiðablik í gærkvöldi eftir að hafa gefið leikmanni Blika olnbogaskot undir lok leiks. Hann sendir pillu á stuðningsmenn liðsins í færslu á Twitter í gærkvöldi en leiknum lauk með 3-0 sigri Breiðabliks.
,,Fyrsta rauða spjaldið í deildinni en slökum á Blikar, ég er ennþá með jafn marga titla og þið,“ segir í færslu Kristals Mána og birtir skjáskot af vefsíðunni Transfermarkt með.
Kristall vann tvöfalt með Víkingum á síðustu leiktíð en Blikar urðu Íslandsmeistarar árið 2010 og bikarmeistarar 2009.
Fyrsta rauða spjaldið í bestu deildinni🤦🏼♂️ enn slökum á Blikar ég er enþa með jafn marga titla og þið pic.twitter.com/0Coj2MJEkE
— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) May 16, 2022
Breiðablik hefur farið vel af stað í Bestu deildinni í ár. Liðið situr taplaust á toppi deildarinnar með 18 stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Víkingar, sem hafa titil að verja, hafa hins vegar ekki átt frábæra byrjun. Liðið situr í 6. sæti með 10 stig og hefur nú þegar tapað þremur leikjum.