fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Segir Blikum að róa sig og skýtur á titlaleysi félagsins eftir að hafa verið rekinn af velli í gær

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 08:04

Kristall Máni Mynd/Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings Reykjavíkur, fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Breiðablik í gærkvöldi eftir að hafa gefið leikmanni Blika olnbogaskot undir lok leiks. Hann sendir pillu á stuðningsmenn liðsins í færslu á Twitter í gærkvöldi en leiknum lauk með 3-0 sigri Breiðabliks.

,,Fyrsta rauða spjaldið í deildinni en slökum á Blikar, ég er ennþá með jafn marga titla og þið,“ segir í færslu Kristals Mána og birtir skjáskot af vefsíðunni Transfermarkt með.

Kristall vann tvöfalt með Víkingum á síðustu leiktíð en Blikar urðu Íslandsmeistarar árið 2010 og bikarmeistarar 2009.

Breiðablik hefur farið vel af stað í Bestu deildinni í ár. Liðið situr taplaust á toppi deildarinnar með 18 stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Víkingar, sem hafa titil að verja, hafa hins vegar ekki átt frábæra byrjun. Liðið situr í 6. sæti með 10 stig og hefur nú þegar tapað þremur leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“