Allt stefnir í það að Cristiano Ronaldo verði áfram í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð en framtíð hans hefur verð til umræðu.
Ronaldo gekk í raðir Manchester United síðasta haust en erfitt tímabil er senn á enda hjá félaginu.
Erik ten Hag nýr stjóri félagsins hefur sagt frá því að hann ætli sér að halda í Ronaldo en samningur hans gildir í ár til viðbótar.
Ronaldo hefur undanfarið verið að sitja fyrir í myndatökum fyrir nýjar treyjur United á næstu leiktíð. Bendir því margt til þess að framherjinn verði áfram.
Myndir af Ronaldo í nýjum treyjum United má sjá hér að neðan.