fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026
433Sport

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 18:31

Kristall Máni Mynd/Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings Reykjavíkur, fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Breiðablik í gærkvöldi eftir að hafa gefið leikmanni Blika, Davíð Ingvarssyni, olnbogaskot undir lok leiks.

Davíð lét sig falla til jarðar með tilþrifum og reif Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, upp rauða spjaldið.

Margir voru á því að Kristall fengi tveggja leikja bann fyrir athæfið en svo verður ekki.

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands í dag var ákveðið að Kristall fengi aðeins eins leiks bann.

Leikmaðurinn verður því aðeins í banni er Víkingar heimsækja Val næstkomandi sunnudag í Bestu deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sögur um að Cole Palmer vilji fara frá Chelsea farnar að heyrast

Sögur um að Cole Palmer vilji fara frá Chelsea farnar að heyrast
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrirliði City gæti farið til Bandaríkjanna

Fyrirliði City gæti farið til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Donnarumma virðist hafa áhuga á því að fara frá City

Donnarumma virðist hafa áhuga á því að fara frá City
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool með sýningu í Frakklandi – Chelsea vann með herkjum og Newcastle í stuði

Liverpool með sýningu í Frakklandi – Chelsea vann með herkjum og Newcastle í stuði
433Sport
Í gær

Halda því fram að Flosi sé maðurinn sem Damir átti við þegar Halldór var rekinn -„Þetta er formaðurinn“

Halda því fram að Flosi sé maðurinn sem Damir átti við þegar Halldór var rekinn -„Þetta er formaðurinn“
433Sport
Í gær

Sendi væna sneið á Gary Lineker sem mun moka inn peningum í Bandaríkjunum næsta sumar

Sendi væna sneið á Gary Lineker sem mun moka inn peningum í Bandaríkjunum næsta sumar