Erik ten Hag mætir til starfa hjá Manchester United en hann ákvað að mæta fyrr til starfa en áætlað var. Verkefnið er stórt.
Ten Hag stýrði Ajax í síðasta sinn í gær og ákvað að rifta samningi sínum sex vikum áður en hann átti að klárast.
„Það er mikil vinna framundan, það er þannig hjá öllum félögum. Það þarf að skipuleggja fullt af hlutum, það þarf að skipuleggja starfsliðið og liðið sjálft,“ sagði Ten Hag.
„Við munum byrja á fyrsta degi og setja allt á fullt.“
Ten Hag var einnig spurður út í Cristiano Ronaldo sem virðist ætla að vera áfram hjá félaginu.
„Hjá United eru margir góðir leikmenn, við veðrum að fá liðið til að virka. Ronaldo er algjör risi.“