Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem sótti Napoli heim í ítölsku úrvalsdeild karla í dag. Leiknum lauk með 3-0 sigri Napoli.
Victor Osimhen, Lorenzo Insigne og Stanislav Lobotka skoruðu mörk Napoli sem er í þriðja sæti með 76 stig.
Genoa er í 19. sæti með 28 stig, þremur stigum á eftir Salernitana sem er í síðasta örugga sætinu þegar ein umferð er eftir.
Ljóst er að Genoa þarf að vinna síðasta leik sinn gegn Bologna á heimavelli og treysta á að Salernitana tapi en síðarnefnda liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og ekki tapað í síðustu sjö leikjum sínum í deildinni.
Albert fór af velli í dag á 74. mínútu