fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Lykilmaður Tottenham frá út tímabilið

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 10:10

Christian Romero og Kai Havertz (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmaðurinn Christian Romero leikur ekki meira með Tottenham á tímabilinu vegna mjaðmameiðsla. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, hefur staðfest þetta.

Romero var ekki í leikmannahóp Tottenham í 3-0 sigri liðsins gegn erikfjendunum í Arsenal á fimmtudagskvöld. Romero hefur verið lykilmaður í öftustu línu hjá Spurs síðan hann kom frá Juventus í fyrrasumar.

Argentínumaðurinn var áður fjarverandi í þrjá mánuði vegna meiðsla í nára fyrr á tímabilinu.

Spænski bakvörðurinn Sergio Regulion er einnig meiddur og spilar ekki síðustu tvo leiki Spurs á leiktíðinni. Tottenham er einu stigi á eftir Arsenal í fjórða sætinu þegar tvær umferðir eru eftir.

Tottenham tekur á móti Burnley í hádeginu á sunnudaginn en Arsenal ferðast til St James’ Park þar sem liðið mætir Eddie Howe og lærlingum hans í Newcastle á mánudagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“