Eigendur Newcastle frá Sádí Arabíu vilja heldur betur minna fólk á hvaðan eigendur félagsins koma á næstu leiktíð.
Búið er að leka myndum af varabúningi félagsins sem er svo gott sem nákvæmlega eins og landsliðsbúning Sádí Arabíu.
Varabúningurinn verður samkvæmt fréttum hvítur og grænn sem eru litirnir sem Sádar nota í sína treyju.
Treyjan er snyrtileg en hún líkist treyju Sádanna eins og sjá má hér að neðan. Ekki eru allir sáttir við eigendur Newcastle og fyrir hvað þeir standa í heimalandi sínu en kaupin gengu í gegn í janúar.