Real Madrid, sem þegar er orðið Spánarmeistari, rúllaði yfir Levante í La Liga í kvöld og felldi um leið síðarnefnda liðið um deild. Leikið var á Santiago Bernabeu.
Heimamenn léku á alls oddi í fyrri hálfleik og leiddu 4-0 eftir hann með mörkum frá Ferland Mendy, Karim Benzema, Rodrygo og Vinicius Junior. Luka Modric lagði upp þrjú markanna.
Í seinni hálfleik bætti Vinicius tveimur mörkum við og fullkomnaði því þrennu sína. Lokatölur 6-0.
Real er með tólf stiga forskot á Barcelona á toppi deildarinnar og er, sem fyrr segir, þegar orðið meistari.