Franska félagið Nice og Christophe Galtier harma það sem átti sér stað á leik liðsins í gær þegar stuðningsmenn félagsins sungu um Emiliano Sala.
Sala var framherji Nantes í Frakklandi en þegar hann var að ganga í raðir Cardiff í janúar árið 2019 lést hann í flugslysi.
SAla lék fyrir Nantes og Bordeaux í Frakklandi og á níundu mínútum leikja syngja liðin um Sala og að hann hafi aldrei gefist upp.
Nágrannar þeirra í Nice sungu hins vegar lag sem félagið og allir í kringum það skammast sín fyrir. „Hann er frá Argentínu og kann ekki að synda, Emiliano undir vatni,“ var sungið á heimavelli Nice.
Flugvélin sem Sala var um borð í hafnaði í sjó þar sem lík hans og flugvélin fannst.
Christophe Galtier stjóri Nice skammast sín fyrir atvikið. „Ég á enginn orð, þessir stuðningsmenn eru ekki velkomnir hingað. Það er ekki hægt að hlusta á svona, ef þeir ætla að niðurlægja látið fólk þá eiga þeir að vera heima,“ segir Christophe Galtier.