fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Íslendingar í eldlínunni í Noregi og Svíþjóð

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 19:49

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Komu nokkrir íslenskir leikmenn við sögu í þeim.

Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Ingi Bjarnason léku allan leikinn með Valarenga í 1-0 tapi gegn Tromsö. Liðið er í fimmta sæti með níu stig eftir sex leiki.

Þá var Íslendingaslagur þegar Viking og Stromsgodset mættust. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í marki fyrrnefnda liðsins á meðan Ari Leifsson lék allan leikinn með því síðarnefnda. Samúel Kári Friðjónsson lék þá síðasta hálftímann með Viking. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli.

Viking er á toppi deildarinnar með 16 stig eftir sjö leiki. Stromsgodset er með sjö stig eftir sex leiki.

Agla María gekk til liðs við Hacken í vetur.

Í sænsku úrvalsdeildinni var Íslendingaslagur þegar Örebro og Hacken mættust. Berglind Rós Ágústsdóttir leikur með Örebro og kom hún inn á sem varamaður á 82. mínútu. Skömmu áður hafði Agla María Albertsdóttir komið inn á fyrir Hacken. Leiknum lauk með 0-1 sigri Hacken.

Liðið er á toppi deildarinnar með 18 stig eftir átta leiki. Örebro er í sjöunda sæti með 12 stig.

Þá var Hlín Eiríksdóttir í byrjunarliði Pitea í 2-0 tapi gegn Linköpings. Lið hennar er í fimmta sæti með 13 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið