Keflavík tók á móti Leikni R. í Bestu deild karla í kvöld.
Adam Ægir Pálsson kom heimamönnum yfir strax á fimmtu mínútu leiksins. Keflavík leiddi sanngjarnt eftir fyrri hálfleikinn.
Patrik Johannesen bætti við öðru marki Keflavíkur snemma í seinni hálfleik.
Þegar tíu mínútur lifðu leiks gerði Helgi Þór Jónsson út um hann með þriðja marki heimamanna. Lokatölur 3-0 og fyrsti sigur Keflvíkinga á tímabilinu staðreynd.
Keflavík er í níunda sæti með fjögur stig eftir sex leiki.
Leiknir hefur leikið fimm leiki en er aðeins með tvö stig. Þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark.