Tottenham og Arsenal mættust í gríðarlega mikilvægum leik í baráttuna um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Félögin eru erkifjendur og mátti heyra rafmagnað andrúmsloft á vellinum í kvöld.
Arsenal byrjaði leikinn af meiri krafti en eftir 20 mínútna leik fékk Tottenham vítaspyrnu þegar Cedric Soares stjakaði við Heung-Min Son innan teigs. Harry Kane fór á punktinn og skoraði. Tíu mínútum síðar fékk Rob Holding, miðvörður Arsenal, sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir viðskipti við Son.
Kane fór langleiðina með að gera út um leikinn fimm mínútum síðar þegar hann kom heimamönnum í 2-0. Son gerði út um leikinn snemma seinni hálfleiks með þriðja marki Tottenham.
Það gerðist ekki mikið meira markvert og urðu lokatölur 3-0. Arsenal er áfram í fjórða sæti deildarinnar, nú aðeins stigi á undan Tottenham þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var mjög reiður út í þær ákvarðanir sem féllu gegn Arsenal í kvöld. „Ef ég segi hvað mér finnst verð ég settur í sex mánaða bann. Mér líkar ekki að ljúga svo ég kýs að segja ekki það sem mér finnst.“
„Ég er svo stoltur af leikmönnunum mínum. Þú getur spurt dómarann um að koma hingað og útskýra ákvarðanir sínar. Þetta er svo leitt því svo fallegur leikur var skemmdur í dag.“
🗣 "If I say what I think I'll be suspended six months." 😡
Mikel Arteta refuses to give his opinion on the game after Arsenal's 3-0 defeat and asks the referee to speak to the cameras pic.twitter.com/5dlJm5XTiC
— Football Daily (@footballdaily) May 12, 2022