Jamie Carragher, bauð upp á skemmtilega nýjung á Instagram reikningi sínum í gær þegar að hann leyfði fylgjendum sínum að fylgja sér um Villa Park, heimavöll Aston Villa fyrir leik liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Carragher var vísað frá einum hluta vallarins og starfsmaður Aston Villa virtist ekki vita hver væri þarna á ferðinni.
Carragher var á sínum tíma liðsfélagi Steven Gerrard, knattspyrnustjóra Aston Villa, hjá Liverpool og þeir eru miklir mátar en þegar að Carragher gerði sig heimkominn við leikmannagöngin á Villa Park var honum vísað frá.
,,Mætti ég vera þarna ef ég fengi leyfi frá Gerrard?“ spurði Carragher starfsmanninn sem sagði að það væri í lagi en að hann þyrfti að vera með skilríki á sér. Göngu Carragher um Villa Park auk þessa neyðarlega atviks má sjá hér fyrir neðan:
View this post on Instagram