Manchester City borgaði miklu minna fyrir Erling Haaland en fjallað hefur verið um. Ensk blöð segja frá.
Alltaf hefur verið talað um að klásúla í samningi Haaland myndi kosta 63 milljónir punda en raunin er að klásúlan var aðeins upp á 51 milljón punda.
City borgaði því uppsett verð til Dortmund í gær þegar félagið staðfesti kaup sín á Haaland fyrir sumarið.
Þá fær Haaland 375 þúsund pund í laun á viku en ekki 500 þúsund pund eins og rætt var um. Hann fær sömu laun og Kevin de Bruyne.
Haaland hefur á tveimur og hálfu ári orðið einn besti knattspyrnumaður í heimi en framherjinn frá Noregi er 21 árs gamall.
Alf-Inge, faðir hans lék meðal annars með Manchester City á ferli sínum en sonurinn fetar nú í fótsport hans.
Real Madrid hafði einnig lagt áherslu á að fá Haaland en nú er allt frágengið og framherjinn fer til Manchester City.