fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

„Chelsea eins og áhorfendur í samningaviðræðum leikmanna“

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 10. maí 2022 19:10

Thomas Tuchel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að félaginu líði eins og áhorfendum þegar kemur að því að semja við leikmenn.

Chelsea getur ekki framlengt samninga við leikmenn sína vegna refsiaðgerða á hendur Roman Abramovich, eiganda félagsins. en hann sætir nú viðskiptaþvingunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Þú getur endað í stöðu þar sem leikmenn ræða við önnur félög og truflast,“ sagði Tuchel. „Það er auðveldara þegar manni er frjálst að taka þátt í viðræðunum en okkur líður meira eins og áhorfendum þessa stundina.“

Chelsea getur, eins og staðan er núna, hvorki keypt né selt leikmenn. Greint var frá því fyrr í dag að Antonio Rudiger, einn besti varnarmaður liðsins, hafi samið um að ganga í raðir Real Madrid í sumar en hann fer frá Chelsea á frjálsri sölu.

Barcelona hefur þar að auki komist að samkomulagi við danska varnarmanninn Andreas Christensen og eru í viðræðum við Cesar Azpilicueta, fyrirliða Chelsea.

Fjárfestahópur sem leiddur er af Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins LA Dodgers, er við það að ganga frá kaupum á Chelsea en ljóst er að miklar breytingar eru í vændum hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega