Enska götublaðið The Sun hefur birt lista yfir stjóranna í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvað þeir þéna mikið.
Allir þéna þeir hressilega en Pep Guardiola, stjóri Manchester City, trónir á toppnum með 19 milljónir punda í árslaun. Það gerir meira en þrjá milljarða íslenskra króna.
Jurgen Klopp hjá Liverpool kemur á eftir honum með 16 milljónir og svo er Antonio Conte, stjóri Tottenaham, með 15 milljónir punda.
Nýr samningur Mikel Arteta, stjóra Arsenal, flytur hann í fimmta sæti yfir þá hæst launuðu.
Hér fyrir neðan má sjá listann.