Schalke er komið upp í þýsku Bundesliguna eftir 3-2 sigur á St. Pauli í dag.
Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður liðsins og hefur borið fyrirliðabandið á leiktíðinni. Hann lék síðustu tíu mínútur leiksins í dag.
Schalke er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins ein umferð er eftir. Það getur því ekkert lið náð þeim. Liðið féll úr efstu deild í fyrra en er mætt aftur.
Guðný vann Íslendingaslaginn
Fyrr í dag mættust Inter og AC Milan í nágranna- og Íslendingaslag í Serie A. Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði Milan en fór af velli eftir hálftíma leik. Anna Björk Kristjánsdóttir var ónotaður varamaður hjá Inter.
Leiknum lauk með öruggum 0-3 sigri Milan. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 46 stig. Inter er í fimmta sæti með 38 stig.
Birkir
Birkir Bjarnason var þá í byrjunarliði Adana Demirspor í 1-2 tapi gegn Alanyaspor. Hann lagði upp mark liðsins.
Adana er í áttunda sæti með 52 stig.
Öster
Þá lék Alex Þór Hauksson allan leikinn með Öster í 2-0 sigri á Norrby í sænsku B-deildinni. Liðið er í öðru sæti með 13 stig eftir sex leiki.